Gullvör
23 Verkefni 3 E Skráið eftirfarandi texta í vinnubók og tilgreinið hvort lýsingarorðin (undirstrikuð) hafa sterka eða veika beygingu: Gamli maðurinn sat á háum steini og horfði út á ólgandi hafið. Hann var klæddur svörtum stígvélum, slitnum, brúnum buxum og grárri peysu og hafði gula sjóhattinn á höfðinu. Í huganum rifjaði hann upp hinn ævintýralega sjómennskuferil sinn. 3.5.2 Stig Lýsingarorð hafa þrjú stig: frumstig (fst.), miðstig (mst.) og efsta stig (est.). Skoðum dæmi: fallegur fallegri fallegastur – kk falleg fallegri fallegust – kvk fallegt fallegra fallegast – hk Blesi er auðvitað mjög fallegur (fst.), Jarpur er þó enn fallegri (mst.) en mér hefur þó alltaf þótt Skjóni fallegastur (est.) af þeim öllum. Miðstigið beygist alltaf veikt. Efsta stigið getur beygst bæði sterkt og veikt eins og frumstigið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=