Gullvör
22 Lýsingarorð 3.5 Greiningaratriði lýsingarorða eru sex: kyn – karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn tala – eintala, fleirtala fall – nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall beyging – sterk beyging (sb.), veik beyging (vb.) stig – frumstig (fst.), miðstig (mst.), efsta stig (est.) staða – hliðstætt (hlst.), sérstætt (sst.), Um greiningaratriðin 3.5.1 Beyging Um lýsingarorð gildir það sama og um nafnorð. Ef lýsingarorð endar á sérhljóða í öllum föllum eintölu beygist það veikt. Ef það endar á samhljóða í einhverju falli beygist það hins vegar sterkt. Á lýsingarorðum og nafnorðum er hins vegar sá munur að lýsingarorð geta beygst bæði sterkt og veikt eftir stöðu í setningu. Skoðum dæmi: Við bryggjuna liggur stórt (sb.) skip. Skipstjóri stóra (vb.) skipsins er frændi minn. Dæmi um veika beygingu (vb.) lýsingarorðs: kk. kvk. hk. nf. langi vegurinn langa snúran langa bandið þf. langa veginn löngu snúruna langa bandið þgf. langa veginum löngu snúrunni langa bandinu ef. langa vegarins löngu snúrunnar langa bandsins Dæmi um sterka beygingu (sb.) lýsingarorðs: kk. kvk. hk. nf. langur vegur löng snúra langt band þf. langan veg langa snúru langt band þgf. löngum vegi langri snúru löngu bandi ef. langs vegar langrar snúru langs bands Getið þið séð hvenær lýsingarorð beygist veikt og hvenær sterkt? Hver er munurinn á nafnorðunum í dæmunum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=