Gullvör

21 3.3.3 Sérnöfn – samnöfn Nafnorðum má skipta í sérnöfn og samnöfn. Sérnöfn eru heiti á tilteknum einstaklingi, stað, fyrirtæki o.s.frv., Jón , Tindastóll , Hið íslenska bókmenntafélag . Sérnöfn er rituð með stórum staf. Samnöfn eru sameiginleg heiti yfir hóp eða tegund, maður , fjall , félag . Venjulega er ekki bætt greini við sérnöfn. Á því eru þó undan- tekningar, t.d. Hann kom siglandi á Sólborginni , Svífur yfir Esjunni sólroðið ský. 3.4 Dæmi um greiningu nafnorða: Skipið strandaði í fjörunni . Skipverjar sendu út neyðarkall . kyn tala fall beyging m/án greinis Skipið hk. et. nf. sb. m.gr. fjörunni kvk. et. þgf. vb. m.gr. Skipverjar kk. ft. nf. vb. án gr. neyðarkall hk. et. þf. sb. án gr. Verkefni 3 D Greinið kyn, tölu, fall, og beygingu nafnorðanna í eftirfarandi verkefni (þau eru undirstrikuð) og tilgreinið hvort þau eru með greini eða án hans: Í brekkunni stendur hús með stóra glugga. Á því eru líka svalir sem standa á stöplum. Austan við húsið rennur lækur niður lítinn hvamm. Neðst í hvamminum er foss í læknum. Undir fossinum er hylur. Þar er brú yfir lækinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=