Gullvör

20 Verkefni 3 B Skrifið eftirtalin orð í verkefnabók og tilgreinið hvort þau hafa sterka eða veika beygingu. Rétt er að benda á að þið getið alltaf fundið svarið með því að skoða eignarfall eintölu, án greinis. Ef orðið endar á sérhljóða í eignarfalli eintölu beygist það veikt (til húfu er vb.), ef það endar á samhljóða í eignarfalli eintölu beygist það sterkt (til viðhengis er sb.) bifreið, kápa, fatahengi, eldhús, spói, bekkur, vaskur, snagi, sokkur, jakki, sælgæti, hella, hellir, borð 3.3.2 Með eða án greinis Auðvelt er að sjá hvort orð eru með greini eða án hans. Skoðið eftirfarandi texta: Hljómsveitin hljóp niður tröppurnar sem voru á sviðinu og í átt að áhorfendunum sem biðu spenntir í myrkvuðum salnum . Stelpan með trompetinn var fremst en síðastur kom maðurinn með bongótrommuna . Skáletruðu orðin eru nafnorð með greini. Nú skulum við taka greininn aftan af þeim og sjá hvernig textinn lítur út: Hljómsveit hljóp niður tröppur sem voru á sviði og í átt að áhorfendum sem biðu spenntir í myrkvuðum sal . Stelpa með trompet var fremst en síðastur kom maður með bongótrommu . Verkefni 3 C Skoðið og ræðið í hverju munurinn liggur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=