Gullvör
19 Nafnorð 3.3 Greiningaratriði nafnorða eru fimm: kyn – karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn tala – eintala, fleirtala fall – nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall beyging – sterk beyging (sb.), veik beyging (vb.) með/án greinis – með greini (m.gr.), án greinis (án gr.). Um greiningaratriðin 3.3.1 Beyging Nafnorð hafa ýmist veika (vb.) eða sterka beygingu (sb.). Ef nafnorð endar á sérhljóða í öllum föllum eintölu (án greinis) er sagt að það beygist veikt. Dæmi um veika beygingu nafnorða: nf. sími tölva auga Gunna Nonni þf. síma tölvu auga Gunnu Nonna þgf. síma tölvu auga Gunnu Nonna ef. síma tölvu auga Gunnu Nonna Ef nafnorð endar á samhljóða í einhverju falli í eintölu (án greinis) beygist það sterkt. Dæmi um sterka beygingu nafnorða: nf. skál fundur sæti Þráinn Heiður þf. skál fund sæti Þráin Heiði þgf. skál fundi sæti Þráni Heiði ef. skálar fundar sætis Þráins Heiðar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=