Gullvör

18 3. kafli Fallorð II Í þessum kafla er fjallað um greiningaratriði fallorða . Þau eru mis- jafnlega mörg eftir orðflokkum. Þrennt er það sem greint er við öll fallorð: kyn , tala og fall . Síðan bætast við fleiri atriði þegar fjallað er um nafnorð og lýsingarorð þar sem greind er sterk eða veik beyging . Þegar við greinum nafnorð skoðum við auk þess hvort þeim fylgir viðskeyttur greinir eða ekki og við lýsingarorð greinum við stig , frumstig , miðstig og efsta stig . Við lýsingarorð þarf svo að greina eitt atriði enn, það kallast staða . Um það verður fjallað í 4. kafla. Hér er auk þess fjallað um sérnöfn og samnöfn . Greinir 3.1 Greiningaratriði greinis eru þrjú : kyn – karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn tala – eintala, fleirtala fall – nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall 3.2 Dæmi um greiningu lausa greinisins: Hér er hinn frægi tónlistarmaður. Dalurinn liggur á milli hinna stóru fjalla. Þetta er hin besta súpa! kyn tala fall hinn kk. et. nf. hinna hk. ft. ef. hin kvk. et. nf. Verkefni 3 A Greinið kyn, tölu og fall lausa greinisins (hann er undirstrikaður) í eftirfarandi texta: a) Nú er komið hið besta veður. Nú er hin stóra stund runnin upp. Hinn frægi málari kom með flugvélinni. Þetta er sonur hinnar þekktu söngkonu. Þetta verður svona til hins efsta dags. b) Þetta er hið besta mál. Fiskur er hinn besti matur. Við sýndum hinum tignu gestum safnið. Brátt ber hið illræmda eldfjall við himin. Málin leystust og allt fór á hinn besta veg. Þegar greinirinn er viðskeyttur greinist hann að sjálfsögðu með nafnorðinu en er ekki greindur sérstaklega. Greiningaratriðin verða skýrð í kaflanum og sýnd um þau dæmi. Ekki verður þó fjallað sérstaklega um kyn, tölu og fall sem þegar hafa verið skýrð í 2. kafla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=