Gullvör
16 2.6.5 Fornöfn eru fallorð sem þjóna oftast því hlutverki að koma í staðinn fyrir nöfn eða nafnorð til að komast hjá endurtekningum. Skoðum dæmi: Blái bíllinn var skammt fyrir framan okkur . Hann var á hægri ferð á miðjum veginum og erfitt að komast fram úr honum . Konan sem ók bílnum okkar bölvaði. Hún vildi fara hraðar. Fornöfn skiptast í sex flokka. Þeir eru: persónufornöfn (pfn.) : ég, þú, hann, hún, það eignarfornöfn (efn.) : minn, þinn, sinn, vor spurnarfornöfn (sfn.) : hver, hvor, hvaða, hvílíkur ábendingarfornöfn (áfn.) : sá, þessi, hinn afturbeygt fornafn (afn.) : (Ekki til í nf.) sig (þf.), sér (þgf.), sín (ef.) óákveðin fornöfn (ófn.) : allur, annar, annar hver, annar hvor, annar tveggja, báðir, einhver, einn, enginn, fáeinir, hver, hvor, hvor tveggja, hvorugur, neinn, nokkur, sérhver, sumur (sumir), ýmis,. Óákveðin ábendingarfornöfn eru: samur, sjálfur, slíkur, þvílíkur Verkefni 2 J Finnið og flokkið fornöfnin í eftirfarandi texta: „Mér leiðist þessi hávaði. Hvaða læti eru í þér? Þú vaktir mig,“ sagði systir mín. Ég hafði verið að raula lag mér til skemmtunar. Hún var önug á svip og ég stakk upp á að hún færi aftur að hvíla sig. Einhver sem sat framar í bílnum heyrði til okkar og hló lágt. Allir voru þreyttir og syfjaðir og aðeins fáeinir héldu sér vakandi. Upprifjun við 2. kafla: 1. Hvað heita föllin? 2. Hvernig er best að finna stofn nafnorða? 3. Hvað er beygingarending? 4. Fallorð skiptast í fimm flokka. Hvað heita þeir? 5. Hver er greinirinn? 6. Á hverju þekkjast nafnorð? 7. Hvað einkennir lýsingarorð? 8. Töluorð skiptast í tvo flokka. Hvað heita þeir? 9. Fornöfn skiptast í sex flokka. Hvað heita þeir?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=