Gullvör

15 2.6.3 Lýsingarorð standa oftast með nafnorði og lýsa þá einhverjum eiginleikum þess. Lýsingarorð stigbreytast og nefnast stigin frumstig (fst.), miðstig (mst.) og efsta stig (est.): stór (fst.), stærri (mst.) stærstur (est.). Verkefni 2 H Finnið og skráið í vinnubók lýsingarorðin í eftirfarandi texta. Skráið í hvaða stigi þau standa: Leiðin inn með firðinum var bæði löng og leiðinleg. Eldri systir mín, sem sat við hlið mér í mjúku aftursætinu, sofnaði eftir stutta stund og ég horfði út á spegilsléttan sjóinn. Ég var yngstur í hópnum og mér leiddist þetta langdregna ferðalag. 2.6.4 Töluorð skiptast í frumtölur og raðtölur . Frumtölur eru: einn , tveir , þrír , fjórir o.s.frv. Raðtölur eru: fyrsti , annar , þriðji , fjórði o.s.frv. Athugið að orð sem tákna tölur en bæta við sig greini eru nafnorð: tugur / tugurinn , milljón / milljónin o.s.frv. Verkefni 2 I Finnið töluorðin í eftirfarandi texta og skráið þau. Tilgreinið hvort um er að ræða frumtölur eða raðtölur: Það var fimmtándi júní. Eftir tvo daga kæmi sautjándi júní og þá voru hátíðahöld fyrirhuguð. Þá ætluðum við að vera komin heim til ömmu, í Aðalstræti 3, þar sem herbergið mitt var á annarri hæð. Við mættum tveimur bílum með stuttu millibili. Vegurinn inn með firðinum var mjór, hér voru ekki tvær akreinar eins og víðast er á þjóðvegi 1. Þessi vegalagning hafði ekki verið í fyrsta sæti hjá Vegagerðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=