Gullvör

14 2.6 Fallorðaflokkar Fallorð skiptast í fimm undirflokka. Þeir heita greinir , nafnorð , lýsingarorð , töluorð og fornöfn . 2.6.1 Greinir er ýmist laus eða viðskeyttur. Laus greinir er hinn, hin, hið á undan lýsingarorði sem stendur með nafnorði: hinn góði maður, hin góða kona, hið góða barn, hinn breiði dalur, hin langa strönd, hið stóra fjall Langoftast er þó greininum bætt aftan við nafnorðið og þá þarf ekkert lýsingarorð: maður inn , kona n , barn ið , dalur inn , strönd in , fjall ið . Verkefni 2 F a) Skráið eftirtalin orð í vinnubók og bætið greini við þau: hús , bíll , garður , skófla , svanur , grind , tré b) Finnið nafnorðin í eftirfarandi texta og skráið í vinnubók. Strikið undir þau sem eru með greini: Vegurinn lá meðfram sjónum og fjörugrjótið vakti athygli okkar. Þar voru stórir steinar, slípaðir af sjávaröldunni sem hafði leikið um þá í þúsund ár. 2.6.2 Nafnorð þekkjast á því að þau bæta við sig greini: dalur/dalur inn , strönd/strönd in , fjall/fjall ið Verkefni 2 G Finnið nafnorð í eftirfarandi texta. Skráið niður hvort þau eru með greini (m.gr.) eða án hans (án gr.): Í brekkunni fyrir ofan íþróttavöllinn var hópur af unglingum að fylgjast með spretthlaupinu í sumarblíðunni. Þeir stukku allir á fætur af spenningi þegar Sólrún geystist fram hjá og fögnuðu gríðarlega þegar hún náði forskotinu á síðustu metrunum og kom fyrst í mark. laus greinir hinn rauði þráður rauði þráður inn Hér er búið að skeyta greininum við nafnorðið (viðskeyttur greinir)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=