Gullvör

13 2.4 Kyn orða Karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn Annað sem einkennir fallorð er það sem kallað er kyn . Kynin eru þrjú, karlkyn , kvenkyn og hvorugkyn . Skoðum dæmi: maður (karlkyn, kk.), kona (kvenkyn, kvk.) barn (hvorugkyn, hk.), dalur (karlkyn, kk.), strönd (kvenkyn, kvk.), fjall (hvorugkyn, hk.). Hægt er að sjá kyn orða með því að nota orðin hann fyrir karlkyn, hún fyrir kvenkyn og það fyrir hvorugkyn. Við segjum dalurinn , hann er stór, ströndin , hún er löng og fjallið , það er hátt. Verkefni 2 D a) Skrifið eftirtalin orð í vinnubókina og greinið kyn þeirra: skip , stúlka , stóll , gluggi , verslun , fjall , himinn, ský , rigning , fugl , dalur , veisla , band, eldur , hugsun b) Finnið fimm karlkynsorð, fimm kvenkynsorð og fimm hvorugkynsorð og skráið þau í vinnubókina. 2.5 Að finna stofn vandritaðra orða Stundum lendum við í vandræðum með að skrifa orðin rétt. Þá getur verið nauðsynlegt að finna stofn þeirra. Af hverju skrifum við Pálsson eða Pálsdóttir með einu l -i en Hallsson eða Hallsdóttir með tveimur l -um? Skoðum stofn þessara orða. Hann finnst í þolfalli eintölu. Við segjum um Pál en svo segjum við um Hall . Orðið Páll hefur eitt l í stofninum en orðið Hallur hefur tvö. Þetta er gott að vita þegar skrifa þarf eignarfallið; Páls – Halls . Orðið steinn er í eignarfalli steins með einu n -i. Við segjum um stein . Þar sjáum við stofninn. Orðið fjall er í eignarfalli til fjalls . Við segjum um fjall . Þannig er stofninn. Verkefni 2 E Skrifið eignarfall eftirtalinna orða: Hrafnkell Sigfinnur Ketill Ármann Baldur Sveinn Þorsteinn Njáll Pál Hall um stein fjall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=