Gullvör

12 2.3 Tala – eintala, fleirtala Fallorð breytast eftir því hvort um er að ræða einn eða fleiri. Það kallast eintala (et.) og fleirtala (ft.). Skoðum dæmi af þremur nafnorðum: vegur (eintala) vegir (fleirtala) rós (eintala) rósir (fleirtala) vatn (eintala) vötn (fleirtala) Í fleirtölu beygjast orðin í fjórum föllum eins og í eintölu. Stofn orðsins er sá sami og í eintölunni en nú koma aðrar beygingarendingar. Hjálpar- orðin eru þau sömu og í eintölu fyrir utan að nú stendur eru í stað er : nf.ft. hér eru hestar -ar þf.ft. um hesta -a þgf.ft. frá hestum -um ef.ft. til hesta -a Beygingarendingar í fleirtölunni eru: ar í nf., a í þf., um í þgf. og a í ef. Verkefni 2 C Fallbeygið í eintölu og fleirtölu eftirtalin orð og strikið undir beygingarendingar þeirra: skál , gestur , álfur , bók, verslun , þjóð , konungur Sum orð hafa óreglulega beygingu. Um þau er fjallað síðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=