Gullvör

11 Svipað gerist í mörgum kvenkynsorðum: nf. hér er borg x þf. um borg x þgf. frá borg x ef. til borgar -ar Í þessu orði er eina beygingarendingin ar í eignarfalli. Stofn orðsins er borg . Sum orð beygjast nokkuð á annan veg. Skoðum dæmi: nf. hér er penni -i þf. um penna -a þgf. frá penna -a ef. til penna -a Hér eru öll aukaföllin (þf., þgf., ef.) eins. Stofninn finnst með því að taka einn staf aftan af orðinu, sá stafur er þá beygingarending. Stundum breytist sérhljóðið í stofninum þegar orð eru fallbeygð. Skoðum dæmi: nf. hér er örn x þf. um örn x þgf. frá erni -i ef. til arnar -ar Hér eru fyrstu tvö föllin eins, beygingarendingar bætast við í þgf., i , og ef., ar . Sérhljóðið í stofninum breytist, ö í nf. og þf, e í þgf. og a í ef. Verkefni 2 B Fallbeygið eftirtalin orð í eintölu, strikið undir beygingarendingar þeirra og finnið stofninn: skúmur, fálki, önd, þröstur, ugla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=