Gullvör

10 Í fleirtölunni bætast við aðrar beygingarendingar. Um þær verður fjallað síðar. Skoðum nú fleiri dæmi: nf. hér er fundur -ur þf. um fund x þgf. frá fundi -i ef. til fundar -ar Beygingarendingarnar í þessu tilviki eru: ur í nf., engin í þf., i í þgf. og ar í eignarfalli. nf. hér er himinn -n þf. um himin x þgf. frá himni -i ef. til himins -s Beygingarendingarnar í þessu orði eru: n í nf., engin í þf., i í þgf. (þar fellur i brott í stofni) og s í ef. Eins og sést hér að framan er engin beygingarending í þolfallinu í þessum orðum. Þess vegna er hægt að sjá stofn orðanna þar. Þetta á við um sum orð en alls ekki öll. Í dæmunum hér að framan eru engin tvö föll af orðunum eins. Það á þó ekki við um öll orð. Skoðum dæmi: nf. hér er belti x þf. um belti x þgf. frá belti x ef. til beltis -s Hér eru þrjú fyrstu föllin eins. Aðeins eignarfallið bætir við sig beygingarendingunni s . Stofn orðsins er belti .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=