Gullvör

9 Öll fallorð í íslensku beygjast eftir þessu sama kerfi en beygingin er á mismunandi vegu eftir orðum. Föllin þrjú sem koma á eftir nefnifalli , og heita þolfall , þágufall og eignarfall , kallast aukaföll . Það stafar af því að nefnifall er eðlileg eða hlutlaus mynd orðsins. Til að nafnorð standi ekki í nefnifalli, heldur einhverju hinna fallanna, þarf að vera einhver ástæða, eins og hjálparorðin sem sýnd eru á blaðsíðunni hér á undan. Verkefni 2 A Fallbeygið eftirtalin orð í eintölu: a) bíll hús garður girðing hurð b) hundur fluga bein vagn kerra 2.2 Stofn og beygingarending Öll föllin hafa sameiginlegan hluta sem kallast stofn . Skoðum dæmið um orðið hestur hér að framan. Þegar litið er yfir fallbeyginguna sést að hluti orðsins heldur sér gegnum alla beyginguna. Sá hluti er hest . Í þolfallinu sjáum við stofninn einan og ekkert annað. Það sem bætist við í hinum föllunum kallast beygingarendingar . Í orðinu hestur eru eftirfarandi beygingarendingar: ur í nefnifalli x engin í þolfalli hest i í þágufalli s í eignarfalli X táknar að þar er engin beygingarending.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=