Gullvör

8 2. kafli Fallorð I Í þessum kafla er fjallað um fallorð . Hér er rætt um fallbeygingu , fjögur föll í íslensku, um stofn orða og beygingarendingar , sýnt hvað átt er við með eintölu og fleirtölu og fjallað um kyn orða. Stuttur kafli er um það hvernig hægt er að finna stofn orða til að rita þau rétt. Þá eru taldir upp fimm flokkar fallorða og tilgreind einkenni þeirra. Kyn, tala og fall Öll fallorð eiga það sameiginlegt að þau fallbeygjast. Auk þess er í flestum tilvikum hægt að greina kyn þeirra, karlkyn (kk.), kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.) og tölu, eintölu (et.), fleirtölu (ft.). 2.1 Föllin Hvert fallorð hefur fjögur föll. Til að finna föllin notum við hjálparorðin hér er – um – frá – til . Auðvitað er hægt að nota mörg önnur orð til að finna föllin en venja er að nota þessi orð og þeirri venju verður fylgt hér. Föllin heita: nefnifall (nf.) – notar hjálparorðin hér er þolfall (þf.) – notar hjálparorðið um þágufall (þgf.) – notar hjálparorðið frá eignarfall (ef.) – notar hjálparorðið til Til að skoða föllin og fallbeygingarnar tökum við dæmi af nafnorðum og skoðum fyrst orðið hestur . nf. hér er hestur þf. um hest þgf. frá hesti ef. til hests

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=