Sögugáttin - Grikkland hið forna

6. Landshættir Fjöll Fjöll, höf og eyjar móta Grikkland en 80% þess teljast hálendi. Borgríki afmörkuðust snemma af fjöllum sem erfitt var að klífa. Hæst er Ólymposfjall, 2.918 metrar. Þar töldu Forn-Grikkir að guðirnir byggju. Skagar Grikkland er syðst á Balkanskaga, hálendum skaga sem gengur út í austanvert Miðjarðar- haf. Út frá honum liggja svo einstakir skagar, eins og Attíkuskagi, sem gengur til austurs út í Eyjahafið þar sem höfuðborgin Aþena stendur. Pelopsskagi gengur hins vegar í vestur út í Miðjarðarhafið og þar var Sparta stærsta borg- ríkið til forna. Loftslagið Í Grikklandi eru heit sumur og mildir vetur. Vegna hitans klæddist fólk léttum klæðnaði allan ársins hring. Venjulega klæddist það aukalagi af klæðnaði þegar kólnaði, oftast með skikkju. Ólymposfjall var talið heimili guðanna og hallir þeirra voru á tindinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=