Sögugáttin - Grikkland hið forna

4. Grikkland Grikkland hið forna náði yfir mun stærra land- svæði en Grikkland nútímans eins og sjá má á kortinu. Grískumælandi fólk bjó einnig í Asíu þar sem í dag er Tyrkland, við Svartahaf, á Suður-Ítalíu og á Sikiley. Auk þess stofnuðu Grikkir borgir víða á norðurströnd Afríku og á suðurströnd Frakklands og Spánar. Grikkland er hálent land og vogskorið og erfitt yfirferðar. Hver bær eða borg með nærliggj- andi sveitum kallaðist borgríki. Grikkland hið forna var því ekki eiginlegt ríki heldur saman- stóð það af mörgum borgríkjum sem hvert um sig hafði oft sín eigin lög og reglur. Hvert borgríki hafði sinn her og þau áttu í stöðugum erjum og stríði. Vegna þess hversu fjöllótt Grikkland er risu borgirnar meðfram strönd- inni og á eyjum í Miðjarðarhafinu. Grískar borgir voru oft byggðar á hæðum og réðu þá að mestu hernaðarleg sjónarmið til að vera betur í stakk búnir að verjast óvinaherjum. Tvö þessara borgríkja voru Sparta og Aþena. Á þessum tíma urðu miklar framfarir í skipa- smíðum í Grikklandi og Grikkir urðu mjög öflug siglinga- og verslunarþjóð. Þannig not- uðu þeir Eyjahafið og allt Miðjarðarhafið til þess að ferðast á milli borga og borgríkja. Þar var mikill fiskur og urðu Grikkir því mikil fisk- veiðiþjóð. Í Eyjahafi eru yfir þúsund eyjar. Þær helstu eru Krít, Ródos, Lemnos, Kíos, Samos, Lesbos, Naxos og Delos. Delfí er borg á hásléttum Grikklands. Þar má finna rústir Apollonshofsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=