Sögugáttin - Grikkland hið forna

30. Tímaás sögu Forn-Grikkja Saga mannkyns nær yfir svo langt tímabil að ómögulegt er að gera henni skil án þess að skipta henni í tímabil. Svo er það þannig að talið er niður í tímaröðinni vegna þess að hún nær lengra en tímatal okkar sem hefst árið 1 e.Kr. Þannig er tímabilið fyrir um það bil 2.500 árum síðan skrifað sem 500 fyrir Krist. Sögu Forn-Grikkja mætti skipta í þessi tímabil samkvæmt efni þessarar bókar. • Mýkenumenning 1600–1150 f.Kr. Það tímabil einkenndist af bronsmenningu. Þetta er tími sögunnar um Tróju og sögu- ljóðanna. • Myrkar aldir 1150–800 f.Kr. Þær ein- kennast af stöðnun og hnignun. Stundum kallað járnöld. • Nýlendutíminn 800–479 f.Kr. Á þessu tímabili urðu hin grísku borgríki til, lýðræðið fæddist, líka heimspeki, leikritun, gríska stafrófið og grískar bókmenntir. Nær hápunkti í stríði við Persa. • Klassíski tíminn 479–323 f.Kr. Gullaldar- tímabil hins forna Grikklands á öllum sviðum en einkenndist af stríði á milli Aþenu og Spörtu. • Helleníski tíminn 323–30 f.Kr. Alex- ander mikli hafði lagt undir sig stóran hluta hins þekkta heims og Grikkir voru samein- aðir í eitt ríki. Á tímabilinu tóku Rómverjar yfir og innlimuðu Grikland. Ljónahliðið í Mýkenu. Mýkenumenning 1600–1150 f.Kr. Myrkar aldir 1150–800 f.Kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=