Sögugáttin - Grikkland hið forna

29 1. Teiknið/málið stóra mynd af grískri byggingu og skrifið lýsingu á því sem fram fór í bygg- ingunni. (Allar byggingarnar verða svo hengdar upp á vegg og mynda þorp.) 2. Veljið eina af höfuðgreinum bókmennta (epík, lyrík eða dramatík) og semjið stuttan texta. Myndskreytið textann með grísku mynstri. 3. Íþróttafréttamaður á Ólympíuleikum: Veljið eina íþróttagrein og takið upp íþróttalýsingu í hlaðvarpi (podcast). Umræður og verkefni Sagnaritun og bókmenntir Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Epík merkir ljóð eða saga á frásagnarformi sem gæti hafa átt sér stað. Dramatík merkir aftur á móti að frásögnin sé átakamikil og áhrifarík og leikrænt sett fram. Lýrík er and- stæða epísks skáldskapar, frásögn sett fram á ljóðrænan hátt. Forn-Grikkir voru uppteknir af ljóðlist. Við höfum talað um Hómer, blinda ljóðskáldið sem söng sögur sínar eða ljóð um Trójustríðið og hrakfarir Ódysseifs. Saffó var grísk skáld- kona sem bjó á eyjunni Lesbos. Lítið hefur varðveist af ljóðum hennar en vitað er að hún hafi samið tilfinn- ingarík ljóð um konur. Í sumum þeirra talar ljóðmælandinn um ást sína til kvenna, sem hefur gefið tilefni til að ætla að hún hafi verið samkynhneigð og var orðið lesbía því dregið af nafni eyjarinnar Lesbos. Ólympíuleikarnir Ólympíuleikar voru og eru haldnir á fjögurra ára fresti. Þeir eru kenndir við borgina sem þeir hófust í, Ólympíu. Upphaflega voru þeir haldnir til heiðurs guðinum Seifi og var keppt í íþróttum í þrjá daga. Þá kepptu menn naktir í hlaupum, glímu, keilukasti, spjótkasti, hnefa- leikum og fleiri greinum. Leikarnir voru ekki síður pólítískir enda komu öll borgríkin saman og kepptu hvert gegn öðru og ræddu pólítísk samskipti á meðan. Grikkir voru miklir handverksmenn. Þeir bjuggu til mikið af leirmunum. Þeir voru oft skreyttir með myndum sem sýndu daglegt líf fólksins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=