Sögugáttin - Grikkland hið forna

28. Listir og menning Höggmyndalist Grikkir þróuðu leiðir til að sýna hreyfingu í höggmyndum sem aðrir höfðu ekki náð tökum á. Þeir voru mjög uppteknir af hug- myndinni um fullkomið útlit og urðu íþrótta- menn gjarnan vinsælar fyrirmyndir högglista- manna sem gerðu af þeim styttur. Leiklist Grísk leikhús voru undir berum himni. Leik- sviðið var hringlaga og engin leiktjöld. Leik- listin og hátíðir tengdar henni voru til heiðurs Díonýsosi sem var guð víns og svalls. Keppt var í leikritun. Skáldskapur í leikritum birtist ýmist í gamanleik sem kallaðist kómedía sem var einskonar ærslaleikur eða í harmleik sem kallaðist tragedía. Vissir þú að eingöngu karlmenn fengu að leika leikrit. Karlar voru kórinn og þeir voru líka áhorfendur. Leikarar báru grímur til að auðvelda áhorfendum að átta sig á hvaða persónu verið var að leika. Talið er að Grikkir hafi fyrstir þjóða skrifað og leikið leikrit. Þau voru skrifuð til að gleðja guðina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=