Sögugáttin - Grikkland hið forna

27 Agnódísa af Aþenu Samkvæmt lögum máttu aðeins karlar stunda læknisfræði. En það þarf bara eina manneskju til þess að ryðja veginn. Þjóðsaga í Grikklandi segir að kona að nafni Agnódísa hafi þráð að verða fæðingarlæknir eða ljósmóðir eins og við þekkjum það í dag. Hún fór því í gegnum nám dulbúin sem karlmaður og varð mjög hæf í læknisfræðinni. Sagan segir að aðrir læknar hafi orðið afbrýðisamir þegar það upp- götvaðist að hún var kona. Það varð til þess að réttað var yfir Agnódísu um lögmæti hennar sem læknis þar sem hún var kona. Hún vann málið fyrir dómstólum og lögbanni kvenna í læknisfræði var aflétt. Agnódísa varð þannig talin móðir ljósmóðurfræðinnar. Aspasía af Míletos Períkles, einn leiðtogi Aþenu á þessum tíma, sagði að mesti heiður konu væri að ekki væri um hana rætt. Engu að síður var það ástkona Períklesar, Aspasía, sem sumir segja að hafi haft mikil áhrif á stjórnmálaskoðanir hans. Aspasía bjó heimili sitt þannig að nokkrir af mestu hugsuðum fornaldar komu saman þar reglulega og varð heimili þeirra Períklesar nokkurs konar miðstöð fyrir heimspekinga og aðra hugsuði. Heimspekingurinn Sókrates, leikskáldið Aristófanes og fleiri voru reglulegir gestir á heimili þeirra og Sókrates varð hug- fanginn af hugmyndum Aspasíu. 1. Hvers vegna ætli konur hafi ekki fengið sömu tækifæri og karlmenn í Grikklandi hinu forna? 2. Hvaða kvenkyns frumkvöðla þekkið þið sem fjallað eru um í sögunni og fyrir hvað eru þeir þekktir? 3. Hvaða kvenkyns frumkvöðla þekkið þið úr nútímanum og fyrir hvað eru þeir þekktir? 4. Hýpatía var þekktur fræðimaður á tímum Grikklands hins forna. Kynnið ykkur líf og störf hennar og kynnið fyrir bekknum ykkar. Umræður og verkefni Aspasía og Sókrates rökræða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=