Sögugáttin - Grikkland hið forna

26. Staða kvenna í Forn-Grikklandi líkamlegu ástandi áður en þær eignuðust börn – „hraust kona eignast hraust börn,“ sögðu karlmennirnir sem stýrðu samfélaginu. Í Spörtu sáu konur mest um eignir heimilis og voru mikið úti því að þær þurftu ekki að sjá um heimilið, það var í höndum þrælanna. Það var erfiðara fyrir konu að skara fram úr í „karla- starfi“ og það vill oft vera þannig að sögur þjóða eru sögur stjórnmála og stríðs þannig að fáar heimildir eru til um konur. Konur í borgríkjum Grikklands höfðu ekki jafn sterka stöðu og karlmenn. Þær fengu ekki að kjósa, máttu ekki eiga land og staður kon- unnar var heima og hennar tilgangur var að eignast og sjá um börn. Kona þurfti að vera óspjölluð áður en hún gekk í hjónaband og á aldrinum 12-15 ára voru þær yfirleitt giftar karlmanni sem var nokkru eldri eða oftast um tvítugt. Konur í Aþenu máttu helst ekki sjást mikið úti en þær áttu að sjá um heimilið. Það var þó munur á milli borgríkja og til dæmis fóru konur í Spörtu í gegnum einhvers konar líkamsþjálfun, þær máttu eiga land og drekka vín. Þær þurftu ekki að giftast fyrr en þær urðu 18 ára því að þær áttu að vera í góðu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=