Sögugáttin - Grikkland hið forna

25 Vissir þú að Miðjarðarhafsfæði er talið eitt það hollasta sem finnst. Af hverju ætli það sé? Kjöt og sætindi Jógúrt og ostar Egg Fiskur Ólífuolía Ávextir Grænmeti Pasta Hnetur Brauð MIÐJARÐARHAFS MATARÆÐI Korn Mjólkurvörur Sjávarfang Máltíðir voru borðaðar þrisvar á dag og fæðan var fjölbreytt, brauð, ávextir og grænmeti, einnig mjólkurvörur, egg, hunang, sjávarfang og kjöt sem var dýrt. Úr mjólk gerðu Grikkir meðal annars jógúrt og osta. Í Grikklandi til forna tíðkaðist stundum ástar- samband milli fullorðins karlmanns og ungl- ingspilts, ef til vill 15 til 20 ára. Þessir menn voru iðulega giftir og hneigðust því að konum líka. Ekki liggja fyrir heimildir um samskonar sambönd á milli kvenna. Erfitt er að setja á þetta nútímaskilgreiningu. Var þetta samkyn- hneigð, tvíkynhneigð eða, eins og haldið hefur verið fram, ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu uppeldislegu hlutverki og um giltu ákveðnar leikreglur? Því verður ekki svarað hér en þetta er tilvalið umræðuefni. Í frístundum stunduðu menn íþróttir, leikhús, lestur og skrifuðu bókmenntir, lögðu stund á heimspeki og héldu veislur. Grikkir kepptu á ýmsum íþróttaleikum þar sem keppendur komu víðs vegar að. Frægastir voru Ólympíu- leikarnir. Þar var m.a. keppt í hlaupum, kringlu- kasti, langstökki, glímu og spjótkasti. 1. Berið saman líf unglings á Íslandi í dag og líf unglings í Grikklandi hinu forna. Hvað var líkt og hvað var ólíkt í lífi þeirra? 2. Finndu mynd (á netinu) af grískri fjöl- skyldu og lýstu hlutverki kvennanna á myndinni. Hvað eru þær gamlar? Hvernig er daglegt líf þeirra? Hver er hjúskapar- staða þeirra? 3. Hvernig heldur þú að fatatískan á tímum Forn-Grikkja hafi verið? Finndu myndir af fötum og skarti frá þessum tíma. Hvaða efni ætli hafi verið notað í föt? Umræður og verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=