Sögugáttin - Grikkland hið forna

24. Daglegt líf Borgirnar í Grikklandi hinu forna höfðu fjöl- breytilegt stjórnarfar, venjur og gjaldmiðla. Þá var munur á mállýskum á milli þeirra þó að Grikkir töluðu sama málið. Þrælahald var stundað og áttu venjuleg heimili tvo, þrjá þræla en auðmenn fleiri. Fátæklingar áttu yfirleitt ekki þræla. Lítil virðing var borin fyrir konum, þær nutu ekki jafnréttis og réttindi þeirra voru ekki mikil. Heimilið var í umsjón kvenna og hjónabandið, sem oftast var ákveðið af foreldrum, hafði þann tilgang helstan að geta afkomendur. Karlar unnu úti. Börnin skyldu með tímanum hugsa um aldraða foreldra sína. Þau voru í skóla, sem kennarinn rak heima hjá sér, til 14–15 ára ald- urs. Þar lærðu þau að lesa, skrifa og reikna en einnig söng og að leika á hljóðfæri. Stúlkur giftust yfirleitt á þessum aldri en drengir um tuttugu ára eða eldri. Kvæði Hómers voru undirstaða allrar menntunar í Grikklandi hinu forna. Heimilin voru gjarnan á tveimur hæðum, lítil og þröng, án salernis og húsgögn ekki mörg. Karlar og konur sváfu ekki saman í herbergi, þær voru iðulega uppi en karlarnir niðri. Sam- skipti kynja voru því oft takmörkuð og ekki var borðað saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=