Sögugáttin - Grikkland hið forna

23 1. Hvað einkenndi valdatíð Alexanders? Hvaða áhrif hafði Alexander mikli á menningu annarra þjóða? Í Egyptalandi stendur enn borg sem kennir sig við Alexander mikla. Hvað heitir hún? 2. Hvaða lönd eru í dag á því svæði sem Alexander mikli hafði völd? 3. Hvað eru margir Íslendingar sem heita Alexander og hvaðan kemur það nafn? Umræður og verkefni Róm ÍTALÍA Miðjarðarhaf Svartahaf Indlandshaf Kaspíhaf Persaflói Rauðahaf EGYPTALAND Aral- vatn INDLAND Himalajafjöll GRIKKLAND Alexandría Kýpur Krít MAKEDÓNÍA BABÝLON MESÓPÓDAMÍA ARMENÍA PERSÍA Hellenismi Hugtakið hellenismi er samheiti yfir þá menningu sem varð til í þeim ríkjum sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders 323 f.Kr. þangað til Egyptaland varð hluti af Rómaveldi árið 30 f.Kr. Í hellenismanum runnu saman ýmsar menningarhefðir bæði grískar og frá Austurlöndum nær. Hell- enismi, sem dafnaði fyrst og fremst í borgum, er hugtak sem hefur lengi verið notað um hina miklu menningu Grikkja. Hugtakið varð til á endurreisnartímanum á 16. öld. Vissir þú að Alexander mikli varð konungur tvítugur og lést aðeins 33 ára úr hitasótt. Kortið sýnir veldi Alexanders mikla þegar það var sem stærst 323 f.Kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=