Sögugáttin - Grikkland hið forna

22. Alexander mikli Eftir Pelópsskagastríðið var Grikkland við- kvæmt fyrir innrásum annarra þjóða, enda voru stærstu borgríkin Aþena og Sparta að sleikja sárin. Norðan við Grikkland var ríkið Makedónía og þar réð ríkjum Filippos II konungur. Grikkir kölluðu Makedóníumenn barbara sem merkir útlendingur vegna þess hvernig þeir töluðu. Þeim þótti þá skorta gáfur og fannst menning þeirra standa hinni grísku langt að baki. Filippos réðst inn í Grikkland árið 338 f.Kr. og lagði undir sig stærstan hluta skagans áður en hann lést og sonur hans tók við. Sonurinn hét Alex- ander og var aðeins tvítugur þegar hann kom til valda. Alexander horfði strax til austurs og vildi stækka ríki sitt og takast á við hið mikla Persaveldi sem þá var orðið veikt eftir áratuga langa lélega stjórnun margra konunga. Hann tók sér nafnið Alexander mikli og tókst á stuttum tíma að leggja undir sig svo stórt landsvæði að Makedónía varð stærsta heims- veldi sögunnar. Grikkland var eitt þeirra landa sem lentu undir stjórn Alexanders og má segja að þá hafi gullaldartíma Grikkja lokið. Smám saman minnkaði landsvæði það sem Grikkir réðu yfir og upp úr 200 f.Kr. var Grikk- land tekið ásamt fleiri löndum undir hið unga heimsveldi Rómverja í vestri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=