Sögugáttin - Grikkland hið forna

21 hans er 76 metrar. Þrjár brýr liggja yfir hann og ein fyrir járnbrautir. 1. Hvers vegna ætli Sparta og Aþena hafi farið í stríð? 2. Hvaða áhrif heldur þú að stríð hafi á börn og unglinga? 3. Hvers vegna heldur þú að það sé enginn her á Íslandi? Hvað gæti gerst hér á landi ef eitthvert ríki myndi ráðast á Ísland? Umræður og verkefni Korintueiðið Borgin Korinta var borgríki á Korintueiði, sem tengir Pelópsskaga við meginland Grikklands, nokkurn veginn mitt á milli Aþenu og Spörtu. Í dag stendur nútímaborgin Korinta um fimm km norðaustan við borgarstæði borgríkisins forna. Hugmyndina um að grafa skurð þvert yfir eiðið má rekja til Grikklands hins forna. Korintuskurðurinn var hins vegar tilbúinn árið 1893 en það tók 11 ár að byggja hann. Hann liggur þvert í gegnum Korintueiðið og tengir Saroníuflóa í Miðjarðarhafi við Korintuflóa. Þannig opnast siglingaleið til Adríahafs og hafna í mörgum Evrópuríkjum. Korintuskurð- urinn er 6 km langur, 8 metra djúpur, hæð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=