Sögugáttin - Grikkland hið forna

20. Pelópsskagastríðið Eftir Persastríðin fóru grísku borgríkin að vinna meira saman og jafnvel mynda bandalag. Upprunalega markmið þessa bandalags var að hrekja Persa á burt og í kjölfarið varð Aþena valdamesta borgríkið í landinu. Spartverjar héldu áfram að þjálfa sína hermenn og ætl- uðu sér að verða voldugri en Aþena. 50 árum eftir Persastríðin háðu borgríkin tvö stríð sem kallað hefur verið Pelopsskagastríðið og stóð í rúm 30 ár. Aþena stjórnaði þá borg- ríkjum við gríska Eyjahafið en Spartverjar á Pelópsskaganum. Spenna myndaðist milli þessara ríkja um yfirráð yfir landsvæðum. En einnig var tekist á um stjórnarhætti, annars vegar aðalsveldi Spörtu og hins vegar lýðræði Aþenu. Sparta var með sterkari landher en Aþena hafði undirtökin á hafinu. Í þessum átökum hertók Sparta höfn Aþenu í Píreus sem var þeirra lífæð til að geta nálgast mat og vistir. Að lokum gafst her Aþenu upp árið 404 f.Kr. Bæði borgríkin voru viðkvæm og mátt- laus eftir langt og erfitt stríð sem breytti lífi heillar kynslóðar. Því fylgdi hungursneyð, mikið mannfall og eignaskemmdir. Sparta var um stuttan tíma voldugust ríkja í landinu en hagur Aþenu vænkaðist fljótt. Hún varð þó aldrei aftur jafn sterk og hún hafði verið á hátindi sínum. Næstu árin var í raun ekkert borgríki sem réði í Grikklandi og landið var viðkvæmt fyrir inn- rásum annarra þjóða. SPARTA AÞENA Pelópsskagastríðið stóð í rúm 30 ár og var stríð milli Spörtu og Aþenu um landsvæði. Sparta Aþena Trója ÍTALÍA PERSNESKA HEIMSVELDIÐ Marmarahaf Eyjahaf Pelópsskagi Balkanskagi Jónahaf Sikiley Miðjarðarhaf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=