Sögugáttin - Grikkland hið forna

19 1. Hvaða lönd eru í dag þar sem áður var Persía? 2. Hvers vegna ætli 300 Spartverjar hafi náð að standa svo lengi gegn gríðarsterkum her Persa? 3. Hvers vegna ætli hið litla Grikkland hafi sigrað risaher Persíu? Umræður og verkefni konungs, vörðust gríðarstórum her Persa og héldu út í næstum þrjá sólarhringa þar til þeir voru yfirbugaðir og drepnir. Stuttu síðar réðust Persar með stóran sjóher sinn að Salamis, sem var rétt sunnan við Aþenu. Þar voru firðir mjóir, vatnið var grunnt og erfitt fyrir stór skip Persa að ná hrað- skreiðum skipum Aþeninga. Enda fór svo að þeir síðarnefndu sigruðu í orrustunni og varð ósigurinn mikið högg fyrir Persa. Með honum tók valdajafnvægið að breytast Grikkjum í hag. Eftir þetta kom lokasigur Grikkja í orrustunni við Plateu og Persar voru neyddir til að hörfa aftur heim. Grikkjum hafði tekist að hrekja heimsveldi Persa af höndum sér og um leið hófst samstarf grísku borgríkjanna. Þetta réð úrslitum um gríska menningu. Hefði hún ekki notið frelsis hefði hún varla náð að blómstra með þeim hætti sem hún gerði. Og þá hefði menning okkar að líkindum orðið öðruvísi en raun varð. Maraþon Heimildir fyrir sögunni um fyrsta maraþon- hlaupið má finna í ritum Herakleides frá Pont- os, sem fæddist ca. 390 f.Kr. Sagan segir að sendiboði hafi verið sendur frá Maraþon til Aþenu til þess að flytja fréttirnar af sigrinum. Hann átti að hafa hlaupið 42,2 kílómetra og rétt eftir að hafa borið upp tíðindin hafi hann hnigið niður og dáið vegna ofreynslu. Rétt áður en hann dó tókst honum að stynja upp að Grikkjum hefði tekist að sigra Persa. Hlaupið er langt og strangt og enn þann dag í dag leggja margir það á sig að hlaupa þessa vegarlengd sér til gamans. Vissir þú að árið 2020 greina heimildir að sá elsti sem hefur frá upphafi lokið maraþonhlaupi hafi verið hinn 102 ára Fauja Singh frá Indlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=