Sögugáttin - Grikkland hið forna

17 Í stríð Ímyndaðu þér að þú sért hermaður í Spörtu. Allir frjálsir karlmenn þar eru her- menn; pabbi þinn er hermaður og pabbi hans var hermaður. Frá því að þú varst smá- strákur hefurðu verið í herþjálfun; þú hefur lært að vera harður, þú leikur þér í stríðs- leikjum með vinum þínum. Systir þín fær líka menntun en móðir hennar sér um að mennta hana, kenna henni að lesa og skrifa. Hún fær líka mikla líkamsþjálfun. Í Aþenu er málum háttað á annan veg. Þar þjálfaði fólk sig í að rökræða um stjórnmál. Þar lærðu ungir drengir að rökræða, þeir lærðu um tónlist og ljóðlist og fleira en þeir læra ekkert í hernaði. Einn daginn kemur sendiboði frá Aþenu til Spörtu og segir ráðamönnum þar að erlend- ur her sé kominn að ströndum Aþenu. Her- inn er frá Persíu sem var land fyrir austan Grikkland. Persar áttu í raun uppruna sinn í suðvesturhluta írönsku hásléttanna í Asíu. Herinn er gríðarlega fjölmennur, hundruð skipa og þúsundir hermanna. Aþeningar bjuggu ekki yfir nægilega sterkum her og báðu Spörtu um aðstoð. Spartverjar sögð- ust koma um leið og trúarhátíð þeirra, Kar- neia, væri afstaðin og tóku ekki í mál að slíta trúarhátíð sinni fyrir Aþeninga. Kannski var það fyrirsláttur en ekki voru allir sam- mála um það. Persaveldi sem var stórt og voldugt ríki myndi líklega fella Aþenu í þessari árás og þá yrði Sparta voldugasta borgríkið í Grikklandi. 1. Hvað á Sparta að gera að ykkar mati? a. Fara í stríð með Aþeningum eða bíða og fylgjast með hvernig málin þróast? Ef Persar sigra Aþenu þá er Sparta orðin stærsta borgríkið í Grikklandi. b. Hjálpa Aþenu gegn enn stærri óvini, Persum? 2. Haldið þið að Persar myndu láta sér nægja að hernema Aþenu og leyfa Spörtu að vera í friði. Eða myndu þeir halda áfram að herja á þá í framhaldinu? 3. Hvað merkti hugtakið lýðræði í Grikklandi hinu forna? Skrifið niður skýringu á því. Hvað merkir hugtakið lýðræði eins og það er notað í dag? Umræður og verkefni Vissir þú að lýðræðið í Aþenu var á þessum tíma þannig að frjálsir karlmenn gátu ráðið nokkru um það hvernig borginni var stjórnað. Þeir ræddu ný lög og tóku ákvarðanir með því að greiða atkvæði. Getur þetta kallast lýðræði í dag? Hvað er athugavert við þetta lýðræði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=