Sögugáttin - Grikkland hið forna

16. Lýðræðið í Aþenu Orðið lýðræði þýðir í raun stjórn fólksins. Allir frjálsir karlmenn fæddir í Aþenu höfðu rétt til að sitja á þjóðþinginu þar sem lýðræðislegar ákvarðanir voru teknar. Konur og þrælar máttu ekki kjósa. Þeir sem ekki mættu á þjóðþingin voru kallaðir idíótar, enda þótti Aþenu- búum mikilvægt að láta sig málin varða og nýta lýðræðislegan rétt sinn. Hug- takið idíót merkti á þessum tíma almennur borgari þó það hafi fengið aðra merkingu síðar. Fámennisstjórn í Spörtu Fámennisstjórn þýðir að fáir ráða. Í Spörtu voru konungar og tóku synir við af feðrum sínum og voru við völd ævilangt. Í hverjum mánuði var haldinn þjóðfundur þar sem fimm menn voru valdir til þess að stýra og kölluðust þeir efórar og einnig sátu fundinn 28 menn í öldungaráði. Fólk sem mætti á þjóðfundinn hafði þó ekki mikil völd því fundurinn setti sig aldrei upp á móti þeim sem stýrðu. Í Spörtu var mikil áhersla lögð á að þjálfa íbúa í hernaði og því voru drengir bara sjö ára þegar þeir voru sendir í herskóla. Aþena eða Sparta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=