Sögugáttin - Grikkland hið forna
13 Hvers vegna erum við bara að tala um Alexías en ekki um Kassöndru, systur hans? Vegna þess að stelpur fengu ekki sömu menntun og strákar. En Kassandra á ríka foreldra og því fær hún kennslu í leiklist og dansi en þó aðeins hjá móður sinni en ekki kennara eða í skóla. Mamma hennar kennir henni að lesa og skrifa eins og hún lærði sjálf hjá móður sinni. Þetta er ástæðan fyrir því að fræði- menn fornaldar eru nær eingöngu karlmenn en ekki konur – þær fengu nefnilega ekki tækifæri til þess að fara í skóla. Ekki frekar en börn fátækrar alþýðu. Umræður og verkefni 1. Búið til stundatöf lu fyrir nemendur á mið- eða unglingastigi grunnskóla á tímum Forn-Grikkja. 2. Hvað telji þið að hafi verið mikilvæg- ast fyrir börn að læra í Grikklandi á þessum tíma? 3. Hvernig finnst ykkur best að læra? Gerið lista yfir það og berið saman við aðra í bekknum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=