Sögugáttin - Grikkland hið forna

12. Menntun Hvernig ætli skóli hafi verið í Forn-Grikklandi? Ætli börn hafi þurft að læra stærðfræði, sögu eða málfræði? Svarið er já við þessu öllu. Tökum sjö ára strákinn Alexías sem dæmi. Pabbi hans er ríkur aðalsmaður og meðlimur í öldungaráði Aþenu og þar af leiðandi fær Alexías góða menntun. Skólinn hefst þegar hann er sjö ára og hann hefur þrjá kennara. Hann hefur skriftarmeistara sem kennir honum að lesa og skrifa. Hann hefur tónlistar- kennara sem kennir honum ljóð og söngva Hómers. Svo fer hann í glímuskóla þar sem hann lærir hinar ýmsu íþróttir. Námi Alexíasar lýkur um 18 ára aldur, þegar hann fer annað- hvort í herinn eða heldur áfram námi sínu hjá heimspekingnum Aristótelesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=