Sögugáttin - Grikkland hið forna
11 Maðurinn verður til Títanar voru tröllvaxin afkvæmi Gaiu og Úran- osar. Seifur lenti í útistöðum við þá vegna deilna um yfirráð yfir heiminum. Prómeþeifur einn títana var einn fárra sem stóð með Seifi í baráttunni við títana. Að launum fékk hann mildari refsingu en aðrir títanar en hún var að þurfa að búa á jörðinni. Þar ákvað hann að drepa tímann með því að skapa manninn og útbjó litla leirkalla sem gyðjan Aþena blés í lífi og úr varð maðurinn. Prómþeifur vorkenndi mönnunum á jörðinni fyrir það að þurfa að húka blautir og kaldir í hellum þannig að hann stal eldi af Ólymposfjalli og gaf þeim. Við þetta reiddist Seifur mjög og dæmdi Prómeþeif til að vera bundinn við stein og örn myndi éta úr honum lifrina á hverjum degi. Til þess að refsa manninum sendi Seifur svo Pandóru, konu sem hann skapaði, til jarðar með ker eða öskju. Við að opna kerið sluppu úr henni þær plágur sem hafa hrjáð mennina allar götur síðan en vonin varð eftir í kerinu. Í kristinni trú er sagan um fyrsta fólkið aðeins öðruvísi, en samt í sama anda. Í Mósebók er talað um fyrsta fólkið sem Guð skapaði, Adam og Evu Eva bauð Adam að bíta af epli sem óx á forboðna trénu sem ekki mátti borða af. Við það refsaði Guð þeim og rak á brott úr para- dísinni Eden. Þess vegna segjum við stundum: „Adam var ekki lengi í paradís“. Umræður og verkefni 1. Veljið ykkur guð eða gyðju úr grísku goða- fræðinni og útbúið kynningu fyrir bekkinn. 2. Berið saman heimsmynd úr grískri og nor- rænni goðafræði. Hvernig var heimsmynd þessara tveggja trúarbragða? Hvaða guðir voru í norrænni goðafræði? 3. Stundum er talað um að ekki eigi að opna Pandóruboxið í ákveðnum aðstæðum. Hvað merkir það? Hvað mun þá gerast?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=