Sögugáttin - Grikkland hið forna
10. Grískar goðsagnir Heimsmynd Grikkja Forn-Grikkir litu á jörðina sem gyðju sem þeir kölluðu Gaia. Þeir trúðu því að í upphafi hefði verið tómarúm og glundroði, sem þeir kölluðu kaos. Úr glundroðanum urðu til undirheim- arnir Tartaros sem var hinn myrki undirheimur og Eros eða ástin og lostinn sem var falleg- astur guðanna. Einnig varð til staðurinn Erebos sem var myrkrið og var talið yfirráðasvæði Hadesar sem var guð undirheima og nætur- innar Nyx. Erebos og Nyx gátu saman af sér daginn. Jörðin Gaia gat hins vegar af sér himin- inn Úranos og hafið Ókeanos. Helíos var sól- guðinn og Selene var mánagyðjan. Grískir guðir Grikkir töldu að guðirnir væru mennskir í hugsun og tilfinningalífi en þó ódauðlegir. Æðstur guðanna var Seifur sem var sonur ris- anna Krónosar og Rheu. Krónos óttaðist mest af öllu að eitthvert barna hans steypti honum af valdastóli og því át hann þau flest upp til agna þegar þau fæddust. Rheu tókst hins vegar að fela Seif og koma honum undan. Þegar Seifur varð eldri leiddi hann uppreisn gegn föður sínum og þegar hann hafði frelsað systkini sín úr maga Krónosar skiptu þau heiminum á milli sín. Seifur varð aðalguðinn og fékk himininn, Póseidon hafið en Hades fékk undirheimana. Þannig náðu Ólympus- guðir völdum í heiminum. Hásæti Seifs var á Ólymposfjalli. Aðrir guðir voru t.d. Hera, kona Seifs, verndari hjónabands og kvenna, systir þeirra var heimilisgyðjan Hestía. Aþena var gyðja visku og hernaðarkænsku, Ares var stríðsguðinn. Apollon guð sólar, spásagna, tón- listar og kveðskapar. Artemis mána- og veiði- gyðja, Afródíta gyðja ástar og fegurðar, Hermes var sendiboði guðanna, Díonýsos, guð víns og svalls og Hefæstos, guð smíða og elds. Vissir þú að menntun var mjög ólík í Spörtu og í öðrum borgum Grikklands? Spartverjar vildu eignast góða hermenn og sterkar konur og kenndu þeim samkvæmt því. Önnur borgríki vildu mennta og fræða nemendur í bóklegum og verklegum greinum. Ólymposfjall Úranos Helíos Selene Kákasusfjöll Hades Gaia Ókeanos Tartaros
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=