Sögugáttin - Grikkland hið forna

9 Akkillesarhæll Akkilles sem fjallað er um í Ilíonskviðu átti sex systkini en þau voru öll brennd á báli til þess að sjá hvort þau væru guðakyns eða menn. Sumar sagnir segja að móðir Akkillesar hafi dýft honum ofan í fljótið Styx sem skildi á milli lífs og dauða í grískri goðafræði til að gera hann ósæranlegan. Hún varð þó að halda um annan hælinn á honum og þar var því alltaf hans veiki blettur. Í orrustunni við Tróju skaut París, bróðir Hektors, ör í hæl hans og dró það Akkilles til dauða. Ódysseifskviða Í Ódysseifskviðu segir frá heimferð Ódysseifs úr Trójustríð- inu. Á leiðinni lenti hann í mörgum ævintýrum. Hann var fangaður af eineygða risanum Pólýfemosi en Ódysseifi tókst að stinga úr honum augað og flýja. Þá hitti hann galdra- nornina Kirku sem breytti mönnum hans í svín. Hann rakst einnig á seiðandi Sírenur sem vildu tæla hann í hafið og tókst þeim nánast að leiða Ódysseif í glötun. Hann slapp þó frá þeim en þurfti næst að sigla milli skrímslanna Skyllu og Karybdísar sem náðu taki á báti hans. Honum tókst þó að sleppa frá þeim á ótrúlegan hátt. Síðar lenti Ódysseifur í hinni ódauðlegu þokkadís Kalypsó sem varð ástfangin af honum og neyddi hann til að vera á eyju sinni í sjö ár þar til hann slapp. Eftir tuttugu ár á heimleið frá Tróju komst Ódys- seifur loksins til Íþöku, heimaborgar sinnar. Umræður og verkefni 1. Hvaða sögur og persónur þekkið þið úr Íslendingasögunum? Reyndu að lýsa einni persónu með eigin orðum. 2. Hvernig varð maður hetja í Forn-Grikklandi? Sagt er að Ódysseifur, Akkilles og Hektor hafi verið hetjur. Hvað ætli hafi gefið þeim þetta orðspor? Reynið að telja til nokkur atriði. 3. Hvað er átt við þegar talað er um að eitthvað sé Akkillesarhæll einhvers? Útskýrið í fáeinum orðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=