Græni gaukurinn

Til kennara og foreldra! Græni gaukurinn er sjálfstætt framhald af bókinni Vinir Afríku sem áður er komin út. Þær eru í smábókaflokki Menntamálastofnunar en með bókum í þeim flokki er leitast við að höfða til ólíkra áhugasviða barna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að bækurnar höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. Áður en bókin er lesin Áður en lestur hefst ættu nemendur að skoða bókina, ræða um hana og kynna sér • hver er höfundur hennar • hver hefur teiknað myndirnar • hvað bókin heitir, þ.e. titill • um hvað hún gæti fjallað Einnig ættu nemendur að skoða vel myndirnar og gera sér í hugarlund hvað er að gerast í sögunni, hvar hún fer fram, hver atburðaráðsin er, hvaða persónur sjást á myndunum o.s.frv. Minnast nemendur þess að hafa lesið aðra bók um sömu krakka? Hvað heitir sú bók? Umræðuefni heima og í skólanum Elliheimili. Hvað þýðir orðið elli? Hafa börnin komið á elliheimili? Hverjir búa þar? Hvers vegna býr sumt gamalt fólk á elliheimili? Hvað gerir fólkið þar til að stytta sér stundir? Hvaða fleiri stofnanir þekkja nemendur þar sem börn eða fullorðnir búa eða eru á daginn? Frásögn og ritun • Lýstu afa Tinnu og Einars fyrir einhverjum sem ekki hefur lesið bókina. Lýstu líka Lóu. • Ímyndaðu þér að þú hafir týnt gæludýri. Búðu svo til auglýsingu sem þú getur hengt upp í næstu búð. • Ræddu við vin eða vinkonu um hvernig hægt er að hjálpa gömlu fólki eða gleðja það. Skrifaðu það á minnisblað. • Hugsaðu um hvernig þú heldur að það sé að vera gamall. Hvað er jákvætt við það og hvað heldur þú að sé neikvætt. Skiptu blaði í tvo dálka, skrifaðu öðrum megin það sem er jákvætt og hinum megin það sem er neikvætt. • Nú skaltu segja vini eða vinkonu um hvað þessi saga er. Þú skalt undirbúa þig vel og hugsa um hvað þú ætlar að segja fyrst, hvað næst og hvernig þú ætlar að enda frásögnina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=