56 Lögreglubíllinn ekur af stað. Á næsta götuhorni hirða þau þjófana og fara með þá á stöðina. – Jæja, svona er þá lífið hér í borginni! segir Una og brosir til Ævars. – Er þetta svona á hverjum degi? Ævar hlær. – Ekki á hverjum degi en kannski svona tvisvar til þrisvar í viku! Hann vonar að Una verði lengi hjá þeim. Hann er að minnsta kosti alveg ákveðinn í að bjóða henni í bíó í kvöld. Hann er reyndar nokkuð viss um að bíómyndin verður ekki nærri jafnspennandi og dagurinn þeirra í dag!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=