Græna bókin

53 Allt í einu heyrir hann að fólkið er að tala um litla rauða pokann. Siggi segist ekki vera með hann. Enginn veit hvar hann er. Ási hugsar sig um. Hvað var Siggi eiginlega að gera í garðinum áðan? Það er bara eitt sem kemur til greina. – Ég veit hvar pokinn er, segir Ási. Þau líta öll á litla drenginn með skítuga bangsann. – Komið þið með mér. Ég skal sýna ykkur! Nú fer öll hersingin á eftir Ása inn í garð. Ævar, Una, Siggi, karlinn, konan, arabíski furstinn, tveir lífverðir og fimm lögreglumenn. Ég veit hvar pokinn er!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=