Græna bókin

52 GIMSTEINAR Arabíski furstinn skilur ekki neitt í neinu. Lífverðirnir reyna að útskýra málið á arabísku. En það er nú ekkert auðvelt. Furstinn er ennþá reiður og gefur Ævari illt auga. Honum fannst ekki gott að láta fella sig í götuna. Ási hefur ekkert verið að fylgjast með öllu þessu þvargi. Hann situr á tröppum hússins og reynir að hreinsa moldina framan úr bangsanum sínum. Hann er orðinn ansi skítugur. Mega bangsar fara í þvottavél?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=