50 Stelpan hafði greinilega stolið þeim sjálf! Þá dulbjó Siggi sig sem arabískan fursta og fór til að sækja steinana. – Við vorum svo vitlaus að við létum hann fá þá, segir Una. – En svo ætluðum við að reyna að ná þeim aftur, bætir Ævar við. Hann lítur á arabíska furstann. – Ég hélt að þessi arabíski fursti væri Siggi og þess vegna réðist ég á hann. En svo er hann ekki Siggi. Hann er alvöru, ekta arabískur fursti. Það er hann sem á gimsteinana! Lögreglumennirnir eru alveg ringlaðir. – Þetta er nú meira ruglið! segir einn þeirra. – Og hvar eru þessir frægu steinar þá niðurkomnir núna? – Já, segir Una. – Hvar er litli rauði pokinn sem ég lét þig fá? Svaraðu því! Þau líta öll á Sigga. – Ég er sko ekki með hann! segir hann og glottir. – Leitið á mér ef þið trúið mér ekki.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=