44 Við hliðina á honum í grasinu er hvít drusla og gamalt handklæði í hrúgu. Þar er líka gerviskegg og púði. Ási sér strax hver þetta er! Hann læðist alveg hljóðlaust nær og felur sig inni í runna. Ási teygir höndina ofurvarlega út úr runnanum. Honum tekst að krækja í hvíta kjólinn og breiða hann yfir sig. Svo stekkur hann fram úr runnanum með bangsa á lofti og æpir eins draugalega og hann getur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=