43 Í GARÐINUM Ási sér Unu hlaupa til vinstri og Ævar til hægri. Hann sér þau hverfa fyrir horn. En hvert á hann að hlaupa? Hann hefur aldrei áður komið til borgarinnar. Hann ratar ekki neitt og er hræddur um að villast. Hann ætlar því aftur inn til Ævars en dyrnar eru læstar. – Hvað gerum við nú? spyr hann bangsann sinn. Honum heyrist bangsi segja að þeir skuli bara fara inn í garð. Þeir geti beðið þar þangað til Una og Ævar komi aftur með gimsteinana og grænu bókina. En þegar Ási og bangsi koma inn í garðinn sjá þeir strax að þar er einhver. Einhver sem liggur á hnjánum og rótar í moldinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=