41 Ekki líður á löngu þar til Ævar nær honum. Hann hendir sér aftan á Sigga, þrífur í hvíta kjólinn og togar í handklæðið og skeggið. – Þarna náði ég þér, þjófurinn þinn! æpir Ævar. Siggi hrasar og dettur. Hann snýr sér við og horfir á Ævar. En þá sér Ævar að þetta er alls ekki Siggi! Þetta er stór karl með alvöruskegg og bumban á honum er líka alveg ekta! Höfuðfatið er ekki gamalt handklæði heldur alvöru arabaflík! Í sömu andrá koma tveir svartklæddir menn askvaðandi. Þeir grípa Ævar og halda honum föstum! Annar þeirra talar í talstöð. Eru þeir nokkuð að kalla á lögregluna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=