Græna bókin

38 ÁRÁS Una hleypur til vinstri alveg út að horni. Hún svipast um en sér ekkert. Hún kemur að litlu torgi. Þar sér hún loks fólk sem hún kannast við. Það eru karlinn og konan sem komu heim til Ævars og tóku grænu bókina. Þau eru að bíða eftir Sigga. En hvar er hann? Hann er með gimsteinana! Una hefur engan áhuga á þessu fólki en hún vill finna Sigga og hrifsa af honum rauða pokann. – Heyrðu! segir konan allt í einu og bendir. – Þarna er dökkhærða stelpan með appelsínugulu gleraugun! Þau koma æðandi til Unu. – Hvað ert þú að gera hér? spyr konan ströng á svip. Hvar er Siggi … nei, ég meina … hvar er arabinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=