37 – Jú, hann fékk þá. Þetta var arabíski furstinn og hann á þá. – Nehei! Þetta var sko ekki neinn fursti! Þetta var hann Siggi, strákurinn sem kom hérna áðan með fólkinu! Sáuð þið ekki að hann var bara með gerviskegg og í slopp? Með handklæði á hausnum og kannski með púða á bumbunni! Eruð þið brjáluð? Una og Ævar líta hvort á annað. Er þetta rétt hjá Ása? Hann sá fólkið auðvitað miklu betur en þau. – Flýtum okkur! hrópar Ævar. – Eltum hann! Náum pokanum af honum! Þau gefa sér engan tíma til að fara í útiföt heldur geysast út á götu og svipast um. Siggi er horfinn! Í hvora áttina fór hann? – Við skiptum liði! segir Ævar við Unu. – Ég fer til hægri og þú til vinstri! – En ég? Hvert fer ég? spyr Ási. En þá eru bæði Una og Ævar horfin!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=