Græna bókin

33 Börnin líta skelkuð hvert á annað. Una herðir upp hugann og læðist að hurðinni. Hún leggur augað við gægjugatið og kíkir út. Hún hrekkur við. – Má ég líka sjá! suðar Ási. En hann er of lítill, hann nær ekki upp í gægjugatið. Svo er honum líka svakalega mál að pissa. Hann verður að hlaupa fram á klósett. Ævar kíkir líka út. Honum bregður í brún því gegnum gatið á hurðinni sér hann mann með klút á höfðinu og band um ennið. – Þetta hlýtur að vera sá sem á gimsteinana, segir hann. – Arabíski furstinn! Það eru nú ekki margir á ferli hér með svona búnað á hausnum. Bjallan hringir aftur og það er líka bankað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=