30 STEINAR Á hvítum dúknum liggja gimsteinar! Marglitir glitrandi steinar af ýmsum stærðum! Þeir sindra og ljóma í ljósgeislanum. Krakkarnir hafa aldrei séð annað eins! – Vá, maður! segir Ási. – Ótrúlegt! segir Una. – Er þetta hægt? spyr Ævar, því hann er alls ekki viss um að svona fallegir steinar geti verið til í raun og veru. Svo man hann allt í einu eftir svolitlu! Hann rýkur fram í eldhús og sækir dagblaðið. Hvað var hann aftur að lesa áðan? Hann flettir hratt í gegnum blaðið. Jú, þarna stendur það. – Sjáðu, segir hann og réttir Unu blaðið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=