27 ÁSi – Svo kom þetta fólk æðandi og fór að róta í ruslatunnunni, útskýrir Ási. – Þau töluðu við miðasölukonuna og voru alveg bálreið! Þegar þau sáu mig þá réðst þessi Siggi á mig. Hann spurði hvort ég þekkti stelpuna með appelsínugulu gleraugun. Ég sagðist einmitt vera að leita að stelpu með þannig gleraugu. Þá neyddu þau mig til að segja hvert þú hefðir farið. – Já, en hvernig vissirðu það? spyr Una. – Þú ratar ekkert hér í borginni. – Sko, ég veit alveg að mamma hans Ævars heitir Sigurlína. Ég sagði þeim það.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=