25 – Þið haldið ykkur saman! segir karlinn við krakkana og svo flýta þau sér út. Una, Ævar og Ási horfa þrumu lostin á eftir þeim. – Hvað var nú þetta? segir Ævar loksins. – Og hvað ert þú að gera hér, Ási? spyr Una bróður sinn. – Æi, Una, mig langaði svo rosalega að koma með þér að heimsækja Ævar. Ég laumaðist inn í farangursgeymsluna í rútunni og faldi mig bak við ferðatösku, segir Ási skömmustulegur. – En ég hossaðist alveg ógeðslega mikið á leiðinni. Ég fékk illt í rassinn. Svo þegar ég slapp loksins út þá varst þú bara horfin. Ási snöktir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=